Rafræn skilríki - örugg auðkenning

Hvað er Íslandsrót?

Íslandsrót er rótarskilríki fyrir Ísland sem ætlað er að staðfesta önnur skilríki sem gefin eru út á Íslandi. Íslandsrót er gefin út af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, fyrir ríkið og er eign fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Meira...



Hugtök og skammstafanir

Hér er að finna gagnlegan lista yfir hugtök og skammstafanir varðandi uppbyggingu á dreifilyklaskipulagi á Íslandi.

Skilgreiningar á hugtökum, 4.0 (PDF 68 KB)

 


Íslandsrót styður eftirfarandi markmið

Íslandsrót styður eftirfarandi markmið

  • Jafnræði sé á markaði í útgáfu skilríkja og þjónustu með skilríkjum.
  • Almenningur og lögaðilar geti haft samskipti við stofnanir ríkisins með einum og sömu skilríkjum.
  • Almenningur og lögaðilar geti haft samskipti við almenn fyrirtæki með sömu skilríkjum og notuð eru í samskiptum við stofnanir ríkisins.
  • Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi geti notað rafræn skilríki í samskiptum við stofnanir og fyrirtæki erlendis.

 

Af Snæfellsnesi
Þetta vefsvæði byggir á Eplica